UM OKKUR

Glerverksmiðjan Samverk ehf. var stofnuð 18. janúar 1969 af 8 heimamönnum í Rangárþingi, til að framleiða einangrunargler og er elsta starfandi glerverksmiðja landsins. Sýningarsalur er á Smiðjuvegi 2 í Kópavogi.

Samverk er nútímalegt og tæknivætt glervinnslu iðnaðarfyrirtæki.  Aðal hráefnið er flotgler og er það flutt inn frá Evrópu til margvíslegrar úrvinnslu og fullvinnslu í glerverksmiðjunni. Glerlausnir og framleiðsluvörur eru sérsmíðaðar og sérframleiddar eftir óskum viðskiptavina fyrir hvert verkefni. Samverk hefur á að skipa reyndu starfsfólki sem hefur starfað hjá fyrirtækinu árum saman.

Framleiðsla okkar í einangrunargleri er gerðaprófuð og vottuð af Nýsköpunarmiðstöð Íslands og merkt IGH gæða- og framleiðslueftirlitskerfi Samtaka íslenskra húshlutaframleiðanda.

Samverk hefur eftirfarandi að leiðarljósi:
 
  • Þekking
  • Gæði
  • Þjónusta

Fyrirtækið uppfyllir kröfur sem eru gerðar til framleiðslu fyrirtækisins samkvæmt byggingareglugerð og stöðlum um glerframleiðslu og staðfestir það með CE merkingu varanna.

Viðamikið innra gæðaeftirlit og framleiðslueftirlit er viðhaft um framleiðslu fyrirtækisins í tengslum við CE merkingu varanna og glerstaðla.

Við starfrækjum einnig IGH, innra gæða-og framleiðslueftirlit á einangrunargleri undir umsjón Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.